MIÐBAKKINN - endurheimt borgarrými
Fyrsti umferðargarðurinn á Íslandi hannaður af ARKITÝPU
Föstudaginn 12. júlí opnaði Miðbakkinn sem endurheimt borgarrými með fjölþætta nýtingu.
Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir standa að verkefninu að endurheimta Miðbakkann sem almannarými en svæðið hefur á undanförnum árum verið bílastæði. Á Miðbakkanum verður nú lögð áhersla á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. Á svæðinu er til að mynda hjólabrettavöllur, hjólaleikvöllur, körfuboltavöllur og matartorg með matarvögnum.
ARKITÝPA hélt utan um borgarhönnun á torginu í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Ráðgjöf og samstarfsaðilar; Hjólafærni, Ugly brothers/ grafískt verk, Reykjavík street food og Hjólabrettaskóli Reykjavíkur
Reykjavíkurborg opnaði einnig á Miðbakkanum fyrsta umferðargarðinn á Höfuðborgarsvæðinu sem er ætlaður ungum vegfarendum og þeirra uppalendum til að þjálfa hjólafærni. Frábær leið fyrir hjólandi vegfarendur á öllum aldri að læra og deila saman góðri hjólamenningu.
Umferðargarðurinn er hannaður af ARKITÝPU í samstarfi við Hjólafærni.