Markmið okkar eru að vinna með nýskapndi hönnunarlausnir og skapa þannig verðmæti í formi nýrrar afurðar sem er loftlagsvæn þar sem að hráefni helst í hringrásarhagkerfinu.
Dæmi um slíka hönnun er samstarfsverkefni ARKITÝPU og Vegagerðar Íslands um að endurnýta vegstikur sem þarf að endurnýja í miklu magni á ári hverju. ARKITÝPA er að hanna yfirbyggð hjólaskýli þar sem að vegstikurnar eru endurnýttar í nýjum byggingarhluta sem myndar skel eða klæðningu í hjólaskýlinu. Lausnin svarar samfélagslegri þörf um vistvænni samgöngur og heldur gæðunum í vegstikunum í umferð í hringrásarhagkerfinu og kemur í veg fyrir förgun á tonnum á plasti á ári hverju.
ARKITÝPA hefur mikinn áhuga á því að komast í samtal við stofnanir um möguleika á fleiri loftlagsvænum lausnum í krafti nýskapandi hönnunar með endurnýttu byggingarefni.