Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt hráefni úr byggingariðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU
ARKITÝPA er leikandi samstarf tveggja arkitekta.
Ástríður Birna Árnadóttir og
Karitas Möller
Mjúk og bogadregin form, efnisgerð og óhefðbundnar samsetningar mynda ljóðrænan þráð á óræðum mörkum arkitektúr og listar í verkum teymisins.
Sérpöntun og tilboð í steinborð úr afskurðssteini eftir ARKITÝPU
sendið fyrirspurn á arkitypa@arkitypa.com
For custom order send request to arkitypa@arkitypa.com
ARKITÝPUR eru hannaðir hlutir með það í huga að auka á samspil milli upplifunar þeirra og nýtingu rýmisins sem þeir eru staðsettir í. Þetta geta verið byggingarhlutar eða húsgögn sem skapa nýja sýn, gæði og upplifun í rýminu. Leikið er með skala, form, liti, efni og samsetningar. Arkitýpur eru leikandi teikningar sem taka á sig form og eru leiðandi afl í sköpun og tilurð hlutanna.