
Nýskapandi arkitektúr og endurnýtt hráefni úr byggingariðnaði sameinast í afurðum ARKITÝPU
UM OKKUR
ARKITÝPA er leikandi samstarf tveggja arkitekta.
Ástríður Birna Árnadóttir og
Karitas Möller
Mjúk og bogadregin form, efnisgerð og óhefðbundnar samsetningar mynda ljóðrænan þráð á óræðum mörkum arkitektúr og listar í verkum teymisins.


ARKITÝPA er meðlimur að Grænni Byggð sem eru félagssamtök sem rekin eru án hagnaðarmarkmiðs og starfa sem partur af alþjóðlega tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru partur af.
HÖNNUNARMARS 2020 - Í JÚNÍ 2020
ARKITÝPA SÝNIR Í EPAL SKEIFUNNI
"ÍSLENSK HÖNNUN Í SINNI LITRÍKUSTU MYND".


ARKITÝPUR FRUMGERÐIR HÖNNUNARMARS 2019
Sýning í Hannesarholti á hönnunarmars 2019.
ARKITÝPUR eru hannaðir hlutir með það í huga að auka á samspil milli upplifunar þeirra og nýtingu rýmisins sem þeir eru staðsettir í. Þetta geta verið byggingarhlutar eða húsgögn sem skapa nýja sýn, gæði og upplifun í rýminu. Leikið er með skala, form, liti, efni og samsetningar. Arkitýpur eru leikandi teikningar sem taka á sig form og eru leiðandi afl í sköpun og tilurð hlutanna.





Hönnunarferli
ARKITÝPUR eru byggingarhlutar sem verða að öllu eða mestu leyti framleiddir úr endurnýttum byggingarefnum. Einn af þessum nýskapandi byggingarhlutum verður skilrúm sem hægt er að nota jafnt innan- sem utanhúss til að deila upp rými, þannig að það nýtist betur og á fjölbreyttan máta. Til að mynda uppdeiling rýma, eða sem léttur skjólveggur í garði. Áhersla er lögð á margvíslega og fjölbreytta notkun, sem einskorðast hvorki við eina tegund rýmis né eina tegund notkunar. Þannig öðlast hluturinn margþættari nýtingarmöguleika og gefur einnig notandanum frelsi til að finna hlutnum það hlutverk sem hann sjálfur kýs.
Hafið samband
arkitypa/instagram.com
Setur skapandi greina við Hlemm. Laugavegur 105, 105 Reykjavík